Bandaríkin
2016-05-13 in land, USA /by Þórdís GuðmundsdóttirBandaríkin kannast allir við en margir vilja meina að landið sé land tækifæra og ameríska draumsins. Bandaríkin eru staðsett í Norður-Ameríku, með landamæri Kanada í norðri og landamæri Mexíkó í suðri. Alls búa þar rúmlega 322 milljónir manns, aðaltungumálið er enska en stór minnihluti talar spænsku. Höfuðborg Bandaríkjanna er Washington D.C. en þar býr forsetinn á Parliament Hill í hinu fræga Hvíta Húsi.
Veðurfar er margsskonar, og fer í raun eftir því hvar í Bandaríkjunum þú ert. Í norðri nálægt landamærum Kanada eru snjóugir vetrar, allt niður til Los Angeles þar sem sólin ræður ríkjum meira og minna allt árið.
Verkefnin eru í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna; Louisiana, New Hampshire, Pennsylvania, Oklahoma, Montana, North Carolina og Massachusetts
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Bandaríkjunum með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.
Verkefni:
- Lífrænn landbúnar, umsjá dýra
- Samfélagsverkefni í samstarfi með kirkjum, vinna í Hjálpræðisher
- Umönnun, hjálpa einstaklingum sem eiga bágt að aðlagast samfélaginu
- Vinna með börnum með fatlanir
- Hjálpa við skólakennslu
- Byggingarvinna
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.