Aðalfundur AUS 27. janúar 2021

Aðalfundur AUS verður haldinn rafrænt 27. janúar kl 18.00. 

 

Við hvetjum alla félagsmenn til að koma á aðalfund. 

 

Við erum að leita að tveimur einstaklingum til að koma í stjórn með okkur. Við erum að leita að meðstjórnanda sem gæti haft áhuga á því að sinna t.d. markaðsmálum, styrkingu mentorakerfis eða að því að skapa og mynda tengsl við ný verkefni innanlands í samstarfi við skrifstofu og aðra stjórnarmeðlimi. 

 

Dagskrá fundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Kosning kjörnefndar.

  3. Skýrsla stjórnar kynnt og rædd.

  4. Reikningar síðasta árs lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.

  5. Starfsáætlun og rekstraráætlun lagðar fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.

  6. Mögulegar lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.

  7. Hugsanlegar ályktanir/ tillögur kynntar og ræddar.

  8. Aðalfundur leysir stjórn undan ábyrgð.

  9. Kosning stjórnar.

  10. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna.

  11. Önnur mál.

 

Vegna samkomutakmarkana vegna COVID-19 verður fundurinn haldinn á netinu. Viðburður fyrir fundinn er á facebook þar sem hlekkur fyrir fundinn og aðrar upplýsingar eru. Nánari upplýsingar og umræður fyrir fund má finna þar, en einnig má hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst. 

 

Fyrir hönd stjórnar

 

Ragnhildur Einarsdóttir

Formaður

Culture is better when we’re all included!

Culture is Better When We’re all included!

AUS highly values ​​equality and human rights and joins the International Day Against Homophobia, Transphobia & Biphobia held on 17th of May around the world. It is hard to say it better than Ellen DeGeneres’s did in her empowering message, “Here are the values ​​I stand for: honesty, equality, Kindness, compassion, treating people the Way You Want to be treated and helping Those in need. to me, Those are traditional values. “

Keep learning

Education and open Discussions together with volunteering are efficient Ways to support and spread the ideas of solidarity Within youth and world community. In this context the training courses are one of the most efficient tools.

AUS is delighted to have a chance to take part in the 5-day training “YOUTHWORKS Can Unite: Merging Parallel Realities in Europe”, Which took place in Graz, Austria from February 22-26, 2017 Brought together 25 youth workers from 13 countries (Austria, Denmark, Finland, France, Germany, Iceland, Italy, Netherlands, Poland, Russia, Slovakia, Switzerland, UK). Provided it anti-racism training and underserved to developping an action plan to support refugees and NGOs working with refuges, as well as Identifying partners, networking and Possibilities at the EU level. UNITED for Intercultural Action, European Network against nationalism, racism, fascism and in support of migrants and refugees’, a partner in the project and Provided valuable information on the situation of refugees and the rise of hate speech across Europe.

Putting into practice

Read the detailed report here

AUS has an OPPORTUNITY to directly implementable gained knowledge into practice – our volunteers are Involved into the social support program for asylum seekers and refugees in Iceland in collaboration with American Red Cross .

Yfirlýsing frá AUS

Vegna umræðunnar uppá síðkastið um sjálfboðaliða í ólöglegri vinnu á Íslandi viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Ungmenni á vegum AUS eru hér í óformlegu námi á vegum Erasmus + áætlunarinnar sem Menntamálaráðuneytið tekur þátt í ásamt öðrum Evrópuríkjum. Evrópa unga fólksins (EUF) er umsjónaraðili með verkefninu. Verkefnið byggir á ákveðnu lærdómsferli allra þeirra sem taka þátt og hefur að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska sig og læra um mismunandi menningu og um leið auðga starfið sem þau taka þátt í. Við vonum að umræðan varpi ekki skugga á það góða starf sem samstarfsaðilar okkar og ungmennin okkar eru að vinna í samvinnu við menntamálayfirvöld og AUS.

Samúðarkveðjur

Okkur þykir leitt að segja frá því að velgjörðarkona AUS til margra ára, Hanna Pálsdóttir, lést 24. janúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram í Lindakirkju föstudaginn 3. febrúar næstkomandi kl. 15:00.

Hanna var ekkja Jóns Bjarman en þau hjón unnu mikið og gott starf fyrir AUS og hýstu marga sjálfboðaliða í gegnum tíðina.

Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Hönnu.