Posts

AUS hjón

Ástin kviknaði fyrir tilstuðlan AUS

Ástir samlyndra hjóna kviknuðu svo sannarlega fyrir tilstillan Alþjóðlegra ungmennaskipta seint á áttunda áratug síðustu aldar. Þau Björn og Áslaug hittust einmitt fyrir tilstuðlan AUS og hafa fetað ævibrautina saman alla tíð síðan. Þau hafa upplifað virkilega mörg #ausmoments.

Björn Sigurðsson, sem nú er vefstjóri og vinnur í Forsætisráðuneytinu fór til Svíþjóðar á vegum AUS á árunum 1986 til 1987. Hann hitti síðan Áslaugu Ásmundsdóttur, sem er Þroskaþjálfi og vinnur í Tækniskólanum, þegar velja átti skiptinema ári síðar, en Áslaug fór til Costa Riga á árunum 1988 til 89.

Þau Áslaug og Björn eiga tvo syni, annar þeirra er fæddur 1992 og hinn 1999 og svo eiga þau eitt barnabarn.

Árin sem þau fóru á vegum AUS mótuðu líf þeirra beggja og gáfu af sér vinskap sem endist ævina út. Horfið á sögu Áslaugar og Björns.