Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og Nikaragúa. Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.
Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum
Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga
Verkefni:
Vinna á leikskóla
Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
Vinna með heimilislausum
Við náttúruvernd
Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
Æfingabúðir fyrir fatlaða
Í samtökum fyrir börn með krabbamein
Í endurhæfingu fyrir götustráka
Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
Skjaldbökuverkefni
Kennsluverkefni
Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
Skammtímavistun fyrir fötluð börn
Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
Umhverfisverkefni
Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
Heimili fyrir heimilislausa aldraða
Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”
Reynslusögur:
Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:
Víetnam er gullfallegt land í Suður-Austur Asíu og liggur að Tælandi, Kambódíu og Kínahafi. Saga landsins er stórmerkileg, náttúran mögnuð og menningin heillandi. Margir tengja landið við Víetnam stríði, en þar í landi er stríðið kalla Ameríku stríðið. Margar Hollywood myndir hafa verið gerðar um stríðið, svo sem Full Metal Jacket, Good Morning Vietnam, Platoon og Apocalypse now.
Seinustu ár hefur Víetnam orðið vinsæll ferðamannastaður enda er landið gríðarlega fallegt. Verkefnin eru af allskonar tagi, mikið af verkefnum við enskukennslu eða frönskukennslu, vinna með fötluðum börnum, verkefni fyrir sjúkraþjálfaranema og læknanema, umhverfisverkefni og fleira.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Víetnam með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst
Styttri tíma (Steps) verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum.
Verkefni:
Vinna á lífræn býli þar sem framleidd eru lífrænt grænmeti og jurtir
Kennsla í grunn-, framhalds- og háskólum.
Umönnun heimilislausra katta og hunda í athvarfi í Saigon
Umönnun ýmissa dýra í neyðarathvarfi í Saigon
Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
Endurhæfingar- og heilsuverkefni fyrir fötluð börn, tilvalið fyrir sjúkraþjálfara
Aðstoð við þróun frjálsra félagasamtaka
Munaðarleysingjahæli fyrir fötluð börn
Fyrir Læknanema: Starfsnám á sjúkrahúsum
Umhverfisverkefni á vegum UNESCO
Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíðan Volunteers for Peace Vietnam (VPV) samtakanna í Víetnam: VPV
Saga sjálfboðaliða:
Úlla – Sjöfn – Guðný og Svana blogguðu um ævintýrið sitt í Víetnam 2009: http://vietnamar.bloggar.is/
Stefán fór til Víetnam 2009-2010 og segir frá reynslunni sinni í myndbandinu hér að neðan og á blogginu sínu HÉR
Kosta Ríka er eitt 7 landa í Mið-Ameríku, og er staðsett milli Nicaragua og Panama.
Landslag Kosta Ríka er mjög fjölbreytt þrátt fyrir stærð þess, hvítar sólarstrendur, regnskógar, eldfjöll og fossar. Landið er staðsett við miðbaug og er þar einungis talað um tvær árstíðir: regntíð og þurrkar. Regntímabilið stendur yfir frá apríl til um miðjan nóvember. Eins og nafnið gefur til kynna er mikil úrkoma á þessum tíma og getur hitastigið farið niðrí 13°, sem hljómar ekki svo slæmt fyrir okkur Íslendinga en vert er að hafa í huga að rakastigið er einnig mjög hátt þannig að komið endilega með peysurnar ykkar.
Þurrtíðin stendur yfir frá nóvember til mars. Á þessum tíma árs er heitt og mikil sólskin, heitast er við ströndina en í höfuðborginni helst hitinn aðeins mildari eða 26°.
Opinbert tungumál landsins er spænska, gjaldmiðillinn nefnist Colones og höfuðborgin er San José.
Íbúarfjöldi landsins er um 5 milljónir og er mikill meirihluti þeirra Kaþólskir.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kosta Ríka með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin.
Styttri tíma verkefni (Steps) eru í boði frá 2-16 vikna.
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Verkefni:
Vinna í skólum sem aðstoðamaður kennara
Skýli fyrir börn með erfitt heimilislíf
Stuðnings stofnun fyrir ungar mæður og börnin þeirra
Samtök sem hlúa að yfirgefnum börnum sem hafa orðið fyrir áreitni
Skóli fyrir fötluð börn
Barna umsjá
Barnaspítali
Aldraðarheimili
Stofnun sem tekur að sér vilt dýr sem hafa verið í haldi ólöglega, markmiðið er endurhæfing fyrir náttúruna
Umsjá með sjávardýrum
Stofnun sem viðheldur allskonar smádýrum.
Umsjá með skjaldbökum í útrýmingarhættu
Varðveisla á rauðum og grænum Macaws (páfagaukar)
Garðyrkjustörf
Umhyrða að stóru skóglendi
Verkefni í Þjóðgarði
Skýli fyrir heimilislausa
Skrifstofa ACI Costa Rica (ICYE)
Uppbygging á samfélagi
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: Verkefnalisti en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.
La Marta Wildlife Refuge er mjög vinsælt verkefni þar sem sjálfboðaliðinn hjálpar við að sinna villtum dýrum, hreiðrum þeirra, mata dýrin og huga að enduruppbyggingu dýranna til að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Dýrunum hafa verið bjargað úr ýmsum aðstæðum. Sjálfboðaliðinn býr í verkefninu eða hjá fósturfjölskyldu. Verkefnið er einungis til lengri tíma, 6 eða 12 mánuði. Brottför í janúar eða ágúst.
Stefán Þór vann í verkefninu í 6 mánuði fyrri hluta árs 2015 og gerði þetta flotta myndband.