aus.is, Mexikó

Upplifun sem ekki er hægt að læra í skóla

Hólmfríður og Eggert hafa farið í ársdvöl á vegum AUS. Hólmfríður til Mexíkó og Eggert til Póllands, en AUS hefur sent út ungmenni og tekið á móti ungu fólki erlendis frá í yfir 50 ár.

Hólmfríður Magnusdóttir var í menntaskóla þegar hana langaði að gera eitthvað annað. Fyrst var á áætlun að fara sem skiftinemi en svo æxluðust mál þannig að Hólmfríður fór með AUS sem sjálfboðaliði til Mexíkó og bjó þar í ár. Hún vann á barnaheimili og sinnti börnum á aldrinum 1-6 ára.

Eggert Kristjánsson fór til Póllands í ár eftir menntaskóla. Eggert var í Varsjá og var að vinna hjá stofnun sem vinnur með eftirlifendur þeirra sem urðu fyrir barðinu á nazistum.
Bæði Hólmfríður og Eggert eru sammála um að upplifunin á vegum AUS hafi verið einstök og hafi gefið “lífsleikni” sem bónus.

Heyrðu hvað þau hafa að segja.