Víetnam er gullfallegt land í Suður-Austur Asíu og liggur að Tælandi, Kambódíu og Kínahafi. Saga landsins er stórmerkileg, náttúran mögnuð og menningin heillandi. Margir tengja landið við Víetnam stríði, en þar í landi er stríðið kalla Ameríku stríðið. Margar Hollywood myndir hafa verið gerðar um stríðið, svo sem Full Metal Jacket, Good Morning Vietnam, Platoon og Apocalypse now.
Seinustu ár hefur Víetnam orðið vinsæll ferðamannastaður enda er landið gríðarlega fallegt. Verkefnin eru af allskonar tagi, mikið af verkefnum við enskukennslu eða frönskukennslu, vinna með fötluðum börnum, verkefni fyrir sjúkraþjálfaranema og læknanema, umhverfisverkefni og fleira.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Víetnam með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst
Styttri tíma (Steps) verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum.
Verkefni:
Vinna á lífræn býli þar sem framleidd eru lífrænt grænmeti og jurtir
Kennsla í grunn-, framhalds- og háskólum.
Umönnun heimilislausra katta og hunda í athvarfi í Saigon
Umönnun ýmissa dýra í neyðarathvarfi í Saigon
Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
Endurhæfingar- og heilsuverkefni fyrir fötluð börn, tilvalið fyrir sjúkraþjálfara
Aðstoð við þróun frjálsra félagasamtaka
Munaðarleysingjahæli fyrir fötluð börn
Fyrir Læknanema: Starfsnám á sjúkrahúsum
Umhverfisverkefni á vegum UNESCO
Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíðan Volunteers for Peace Vietnam (VPV) samtakanna í Víetnam: VPV
Saga sjálfboðaliða:
Úlla – Sjöfn – Guðný og Svana blogguðu um ævintýrið sitt í Víetnam 2009: http://vietnamar.bloggar.is/
Stefán fór til Víetnam 2009-2010 og segir frá reynslunni sinni í myndbandinu hér að neðan og á blogginu sínu HÉR
Með landamæri að Bandaríkjunum, Guatemala og Belize liggur land uppfullt af eldfjöllum, pýramídum, dýrum og allskonar fólki. Landslagið í Mexíkó á margt sameiginlegt með því íslenska með miklu hálendi, virkum eldfjöllum, heitum náttúrulaugum og fossum. Þó er margt fleira að finna í jafnstóru landi sem Mexíkó er, en það er u.þ.b. 19 sinnum stærra en Ísland eða 1,972,550 ferkílómetrar.
Fólkið í Mexíkó er líka aðeins fleira en á Íslandi eða um 125 milljónir. Fólkið er fjölbreytilegt, af ýmsum kynþáttum, býr við mismunandi aðstæður og talar mismunandi tungumál. Spænska er opinbert tungumál í landinu en alls eru töluð 68 tungumál þar (sjá nánar um þetta:https://en.wikipedia.org/wiki/Languages_of_Mexico ). Tungumálin eru komin frá frumbyggjum landsins og mest talaða og frægast þeirra er Náhatl sem kemur frá Aztekunum. Nafnið “Mexíkó” kemur úr Náhatl og er gróflega þýtt á íslensku sem nafli tunglsins.
Menning landsins er fjölbreytileg og mismunandi milli landsvæða. Þar eru bæði nútímalegar stórborgir sem og strjálbýl landssvæði þar sem fólkið lifir á sjálfsþurftarbúskap. Matarmenningin er fjölbreytileg en inniheldur þó í flestum tilfellum mikið af chilli.
Þeim sem fara sem sjálfboðaliðar til Mexíkó gefst tækifæri á því að verða hluti af öðrum menningarheimi, læra spænsku og kynnast fólki.
Ambassadors:
Viltu vita meiri upplýsingar um lang og menningu í Mexíkó?
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir – Sjálfboðaliði í Mexíkóborg 2012-2013 hjá samtökum fyrir heimilislausa stráka, Pro ninos de la calle.
Heiða segir að fara í sjálfboðastarf til Mexíkó er eins og að sogast inn í ævintýri: “Í fyrstu var ég bara áhorfandi en fljótt varð ég að þátttakanda sem talaði spænsku, dansaði salsa og borðaði chillí í hvert mál.” “Á Íslandi hlakkaði ég alltaf til að það kæmi föstudagur en hér í Mexíkó hlakka ég alltaf til mánudags” – Stendur í dagbókinni minni frá því ég var sjálfboðaliði í Mexíkóborg. Í verkefninu Pro ninos de la calle eyddi ég mörgum dögum og vikum að labba um borgina í leit af heimilislausum strákum og kynntist hverjum krók og kima af borginni. Á föstudögum fórum við svo í vettvangsferðir á söfn eða í sundlaugagarði svo dæmi séu nefnd.
Myndband frá Heiðu:
Björk Sigurðardóttir – Sjálfboðaliði í Ocotlán, Jalisco 2013-2014 í leikskólanum Jardin de Ninos Joaquin Figueroa.
“21 árs frá Ísafirði. Fór út því ég vildi upplifa eitthvað nýtt og spennandi og var ekki tilbúin að fara í háskóla strax eftir menntaskóla.”
Í september á hverju ári eru svokölluð “fiestas” í bænum sem ég bjó í, Ocotlán í Jalisco fylki í Mexico. Kvöldið sem þetta myndband er tekið upp er sennilega fyrsta kvöld af 14 í þessum svokölluðu fiestas og eftir að hafa horft á marga klukkutíma skrúðgöngu, leigði vinkona mín banda hljómsveit og við dönsuðum úti á götu fyrir utan heimilið hennar. Svo byrjaði að rigna á fullu, eins og helt væri úr fötu, en við héldum áfram að dansa þrátt fyrir að blotna alveg í gegn! Virklega skemmtilegt kvöld og ekta mexíkóskt! 🙂
Reynslusögur:
Viðtal við Mörtu Mirjam um AUS og reynslu sína í Mexíkó:
„Ég fór út með því hugarfari að bjarga heiminum, en komst fljótlega að því að ég er ekki þess megnug að breyta lífskjörum og menningu þessara barna. Ég var nítján ára gömul þegar ég fór út og mér fannst mjög skrýtið að standa inni á barnaheimilinu, þar sem 60 börn voru vistuð og vera kölluð mamma úr öllum áttum.”
“Á sólríkum degi(sem er hver einasti dagur)finnst mér yndislegt að labba í strætó, sem er svo troðfullur að þú ert hálf út eða undir handakrikanum á næsta manni en grínlaust þá finnst mér það æðislegt! Hlusta á mexíkóska banda tónlist í útvarpinu og fylgjast með fólkinu. Ganga svo niður miðbæ Guadalajara, stoppa frá sér freska ávexti á götubás. Halda áfram gegnum markaðinn. Stoppa til að fá sér misheppnaðan dredda. Lenda í spjalli við 65 ára mann á bekknum sem býður þér í mat heim til sín, hann meinar það ekki endilega en það skiptir engu(HANN SKILDI SPÆNSKUNA ÞÍNA VÚHÚ!)! Halda áfram niður götuna, fylgjast með lífinu sem er ó svo yndislega skrautlegt. Dansatriði, leikatriði, heilarar að bjóða þér heilun á götunni. Svo stoppar kona þig og býður þér frían túristagöngutúr og bjór eða safa. Á þeirri leið kynnistu fleira fólki sem býður þér í veislu. Þar kynnistu fleira fólki og lærir meira um mexíkóska menningu. Týpískur laugardagur. Ég dýrka þetta!”
“Í lestinni var örugglega fleira fólk en í miðbæ Reykjavíkur í gleðigöngunni. Þröngt mega sáttir sitja eða réttara sagt standa í þessu tilfelli, sem kom sér mjög vel þegar lestin snarhamlaði og ég haggaðist ekki.”
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mexíkó með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Kosta Ríka er eitt 7 landa í Mið-Ameríku, og er staðsett milli Nicaragua og Panama.
Landslag Kosta Ríka er mjög fjölbreytt þrátt fyrir stærð þess, hvítar sólarstrendur, regnskógar, eldfjöll og fossar. Landið er staðsett við miðbaug og er þar einungis talað um tvær árstíðir: regntíð og þurrkar. Regntímabilið stendur yfir frá apríl til um miðjan nóvember. Eins og nafnið gefur til kynna er mikil úrkoma á þessum tíma og getur hitastigið farið niðrí 13°, sem hljómar ekki svo slæmt fyrir okkur Íslendinga en vert er að hafa í huga að rakastigið er einnig mjög hátt þannig að komið endilega með peysurnar ykkar.
Þurrtíðin stendur yfir frá nóvember til mars. Á þessum tíma árs er heitt og mikil sólskin, heitast er við ströndina en í höfuðborginni helst hitinn aðeins mildari eða 26°.
Opinbert tungumál landsins er spænska, gjaldmiðillinn nefnist Colones og höfuðborgin er San José.
Íbúarfjöldi landsins er um 5 milljónir og er mikill meirihluti þeirra Kaþólskir.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kosta Ríka með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin.
Styttri tíma verkefni (Steps) eru í boði frá 2-16 vikna.
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Verkefni:
Vinna í skólum sem aðstoðamaður kennara
Skýli fyrir börn með erfitt heimilislíf
Stuðnings stofnun fyrir ungar mæður og börnin þeirra
Samtök sem hlúa að yfirgefnum börnum sem hafa orðið fyrir áreitni
Skóli fyrir fötluð börn
Barna umsjá
Barnaspítali
Aldraðarheimili
Stofnun sem tekur að sér vilt dýr sem hafa verið í haldi ólöglega, markmiðið er endurhæfing fyrir náttúruna
Umsjá með sjávardýrum
Stofnun sem viðheldur allskonar smádýrum.
Umsjá með skjaldbökum í útrýmingarhættu
Varðveisla á rauðum og grænum Macaws (páfagaukar)
Garðyrkjustörf
Umhyrða að stóru skóglendi
Verkefni í Þjóðgarði
Skýli fyrir heimilislausa
Skrifstofa ACI Costa Rica (ICYE)
Uppbygging á samfélagi
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: Verkefnalisti en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.
La Marta Wildlife Refuge er mjög vinsælt verkefni þar sem sjálfboðaliðinn hjálpar við að sinna villtum dýrum, hreiðrum þeirra, mata dýrin og huga að enduruppbyggingu dýranna til að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Dýrunum hafa verið bjargað úr ýmsum aðstæðum. Sjálfboðaliðinn býr í verkefninu eða hjá fósturfjölskyldu. Verkefnið er einungis til lengri tíma, 6 eða 12 mánuði. Brottför í janúar eða ágúst.
Stefán Þór vann í verkefninu í 6 mánuði fyrri hluta árs 2015 og gerði þetta flotta myndband.
Hólmfríður og Eggert hafa farið í ársdvöl á vegum AUS. Hólmfríður til Mexíkó og Eggert til Póllands, en AUS hefur sent út ungmenni og tekið á móti ungu fólki erlendis frá í yfir 50 ár.
 Read more
https://aus.is/wp-content/uploads/2015/10/aus-holmfridur.jpg420800ausadmin2015https://aus.is/wp-content/uploads/2015/10/aus-logo-120-transbak.pngausadmin20152015-10-13 12:08:332020-05-22 14:12:29Upplifun sem ekki er hægt að læra í skóla