AUS hjón

Ástin kviknaði fyrir tilstuðlan AUS

Ástir samlyndra hjóna kviknuðu svo sannarlega fyrir tilstillan Alþjóðlegra ungmennaskipta seint á áttunda áratug síðustu aldar. Þau Björn og Áslaug hittust einmitt fyrir tilstuðlan AUS og hafa fetað ævibrautina saman alla tíð síðan. Þau hafa upplifað virkilega mörg #ausmoments.

Björn Sigurðsson, sem nú er vefstjóri og vinnur í Forsætisráðuneytinu fór til Svíþjóðar á vegum AUS á árunum 1986 til 1987. Hann hitti síðan Áslaugu Ásmundsdóttur, sem er Þroskaþjálfi og vinnur í Tækniskólanum, þegar velja átti skiptinema ári síðar, en Áslaug fór til Costa Riga á árunum 1988 til 89.

Þau Áslaug og Björn eiga tvo syni, annar þeirra er fæddur 1992 og hinn 1999 og svo eiga þau eitt barnabarn.

Árin sem þau fóru á vegum AUS mótuðu líf þeirra beggja og gáfu af sér vinskap sem endist ævina út. Horfið á sögu Áslaugar og Björns.

 

 

Sjálfboðavinna Kosta Ríka

Fór til Kosta Ríka í sjálfboðavinnu og var í námi

Sóldís Alda Óskarsdóttir fór til Kosta Ríka í sjálfboðavinnu vorið 2016. Sóldís hefur mikinn áhuga á ferðalögum og hefur ferðast mikið. Hún hafði samband við okkur stuttu fyrir jól í fyrra og var komin út í febrúar á þessu ári. Sóldís fór út í 6 vikur, var í 4 vikur í sjálfboðavinnu og ferðaðist í 2 vikur. Sóldís var í námi og fór út á miðri önn. Hún segir það vel geranlegt, krefjist einungis skipulags og ef til vill ekki skyldumætingar í tíma ;). Eins og margir sjálfboðaliðar nefna eftir heimkomu, segir Sóldís ferðina of stutta og hvetur aðra að fara í lengri tíma.

Soldis_CR

Fannst tíminn líða of hratt

Ég valdi AUS vegna þess að margir mæltu með samtökunum. Einnig fannst mér AUS vera með meira spennandi verkefni heldur en önnur samtök. AUS reyndist mér ótrúlega vel, allt var vel skipulagt bæði hér heima og hjá samstarfssamtökum þeirra úti í Kosta Ríka.
Ég valdi ICYE Steps, sem eru verkefni í styttri tíma utan Evrópu. Ég vildi fara í verkefni utan Evrópu var einfaldlega sú að ég hef ferðast mjög mikið innan Evrópu og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég valdi Steps frekar en Long-Term því ég var í háskólanámi þegar ég fór út. Ég fór út á miðri önn og var í sex vikur. Það er vel hægt ef maður skipuleggur sig mjög vel og algjörlega þess virði. Þegar ég var komin út hafði ég engan áhuga á að fara heim og þessar sex vikur liðu alltof hratt. Ég myndi frekar mæla með lengri tíma verkefnum ef fólk hefur tök á því. Ég mæli líka algjörlega með styttri tíma verkefnunum þar sem maður upplifir ótrúlega mikið á þessum tíma og lendir í nýjum ævintýrum á hverjum einasta degi (mjög mikil klisja en það er í alvöru þannig).

Kosta Ríka algjör paradís

Ég valdi að fara til Kosta Ríka og get hiklaust mælt með því landi. Ég vildi fara til spænskumælandi lands og var alltaf aðallega að horfa á Mið-Ameríku. Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Kosta Ríka og eftir að hafa kynnt mér landið og skoðað myndir þaðan var ég ákveðin í að fara þangað. Kosta Ríka er algjör paradís, endalaust af pálmatrjám og strendur með hvítum sandi og tærum sjó.
Ég valdi verkefni sem heitir Obras del Espiritu Santo og var þar að vinna á leikskóla í San José. Ég valdi það af því að mig langaði að vinna með krökkum og fannst þetta verkefni þess vegna spennandi. Verkefnið kom mér mjög mikið á óvart, það var bæði krefjandi og skemmtilegt, og samstarfsfólkið var frábært.

Soldis_CR

Allt annar heimur

Þegar ég kom út af flugvellinum tók á móti mér alveg annar heimur, mjög heitt og svona milljón manns fyrir utan flugvöllinn með allskonar skilti og enn fleiri öskrandi leigubílstjórar að bjóða manni far. Ég fann þó fljótlega manninn frá ACI (samtökunum hérna úti) sem var að sækja mig og hann skutlaði mér til host fjölskyldunnar. Daginn eftir fór ég á kynningu hjá ACI, þar sem ég fékk kynningu á verkefninu, landinu og menningunni, ásamt alls konar praktískum upplýsingum. Seinni hluti dagsins fór svo í að skoða miðbæinn og fá mér mjög langþráð Starbucks. Næsta dag byrjaði ég svo í verkefninu og þá fór ég svoldið að komast í rútínu.

Bjó hjá fósturfjölskyldu

Ég bjó hjá fjölskyldu og upplifunin mín þar var frábær. Ég virðist alltaf ætla að vera jafn heppin með host fjölskyldur/meðleigjendur/herbergisfélaga sama hvert í heiminum mér dettur í hug að fara. Ég heyrði reyndar ekki um neinn sjálfboðaliða sem var ósáttur við host fjölskylduna sína þannig að þetta var líklega engin heppni 🙂 Host mamma mín var mjög nice og vildi allt fyrir mig gera. Hún átti fjögur börn sem bjuggu heima, þó þau voru á aldrinum 26-36 ára, en það er eðlilegt í Kosta Ríka. Mér fannst helsti kosturinn við að búa hjá fjölskyldu vera sá að maður kynnist landinu og menningunni miklu betur. Þá sér maður hvernig fólkið býr, sem mér finnst ótrúlega spennandi, og í raun eitt af því sem mér finnst áhugaverðast við að ferðast.

Soldis_CR

Undirbjó sig vel fyrir brottför

Ég var ekki smeyk við margt áður en ég fór út. Ég var búin að lesa mikið af bloggum hjá fólki sem hafði verið í Kosta Ríka og þau töluðu öll mjög vel um landið. Það sem ég var þó helst smeyk við var að landið væri ekki mjög öruggt og að mér myndi e.t.v. líða óöruggri í tíma og ótíma. Það var þó alls ekki þannig, ég upplifði mig aldrei óörugga, hvorki í Kosta Ríka, né í Panama eða Nicaragua. Kosta Ríka búar eru mjög indælir og alltaf tilbúnir að hjálpa manni ef maður villist eða eitthvað svoleiðis. Ég var mjög dugleg að villast fyrstu dagana (kannski óþarflega dugleg) og þá var aldrei neitt mál að stoppa einhvern og spyrja til vegar. Oft fylgdu þeir manni þangað sem maður var að fara í staðinn fyrir að benda bara eða útskýra hvert maður ætti að labba.

Trúin mikilvæg Kosta Ríka-búum

Það að upplifa menningarmismuninn fannst mér áhugavert og líka mjög eftirminnilegt svona þegar upp er staðið. Fyrsta menningarsjokkið kom strax fyrsta daginn. Þá fór ég með host mömmu minni til vinkonu hennar, þar var einhverskonar saumaklúbbur og við sátum úti á veröndinni. Ég fór aðeins fram og þegar ég kem til baka er komið kaffi á borðið. Þau voru öll voða einbeitt að fara með mjög langa borðbæn eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Helsta menningarsjokkið sem ég upplifði var samt tengt því að Kosta Ríka búar eru miklu trúaðri en Íslendingar. Þegar maður spyr fólk t.d. „¿cómo estás?“ sem þýðir hvernig hefurðu það, þá fær maður mjög oft svarið „bien, gracias a dios“ sem þýðir ég hef það gott, þökk sé guði. Rétt áður en ég fór til Íslands ætlaði ég svo að sækja dót til host fjölskyldunnar minnar. Dótið hafði ég fengið að geyma hjá þeim á meðan ég ferðaðist um Nicaragua og Panama. Ég vissi að host mamma var í ferðalagi svo ég sendi henni skilaboð og spurði hvenær hún kæmi heim, og fékk svarið „á morgun, ef guð leyfir“. Ég vissi svona ekki alveg hvernig ég átti að skilja þetta og hvort ég þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur að því að hún kæmi þá ekki heim. Hún kom heim daginn eftir og ég sótti dótið svo þetta var ekkert mál. Almennt virtist mjög margt vera guði að þakka eða að einhverju leyti háð guði.

Soldis_CR

Hrísgrjón og baunir í öll mál

Í kvöldmat voru svo oftast hrísgrjón og baunir (en ekki hvað). Með því var oft kjúklingur, ofsteiktir bananar eða framandi grænmeti. Eitt kvöld fékk ég alveg extra skrítinn kvöldmat sem samanstóð af spaghettíi, kartöflumús og hrísgrjónum. Fyrst hélt ég að það ætti kannski bara eftir að koma með eitthvað kjöt, sem gæti þá mögulega útskýrt tilvist kartöflumúsarinnar. En nei það var ekkert kjöt, bara spaghettí, kartöflumús og hrísgrjón. Ég vissi ekki alveg hvað af þessu ég átti að borða saman, spaghettí og hrísgrón? Kartöflumús og hrísgrjón? Neiii passar ekki alveg.

Þið getið svo lesið meira um ferðina á soldistravels.weebly.com 🙂

Meira um sjálfboðastörf í Kosta Ríka á vegum AUS má finna hér: Kosta Ríka

Viðtal við Matthildi Jóhannsdóttir, fyrrverandi sjálfboðaliða og fósturmömmu

Það er sólríkur mánudags morgun og sitjum við Matthildur inn í eldhúsi að ræða um hana Josephine, AUS sjálfboðaliða frá Kenía, en Matthildur og fjölskylda tóku hana að sér í 9 mánuði á meðan á dvöl hennar stóð yfir á Íslandi. Tilgangur heimsóknarinnar var að komast að því hvernig stóð til að fjölskylda hennar ákvað að taka að sér sjálfboðaliða og hvernig gekk.

Matthildur Jóhannsdóttir

Matthildur Jóhannsdóttir

Matthildur fór á vegum AUS til Ítalíu á árunum 1985 til 1986 en ævintýraþrá hennar varð til þess að hún ákvað að gerast sjálfboðaliði og ferðaðist til Ítalíu. Það er óhætt að segja að þessi lífsreynsla hafi heldur betur breytt lífi Matthildar til frambúðar og talar hún um þennan tíma sem hálfgerðan stökkpall fyrir líf sitt. Hún lærði Ítölsku sem var til þess að hún átti mun auðveldara að fá vinnu þegar hún kom aftur heim, þessi reynsla gaf henni síðan þor til að fara í framhalds háskólanám til Spánar þar sem hún gat nýtt þekkingu sína á Ítölsku til að læra Spænsku.

Matthildur var hjá fósturfjölskyldu á Ítalíu, þetta var indælt fólk en fjölskyldan hafði tekið að sér sjálfboðaliða áður. Hún var sett inn í fjölskylduna sem einn af meðlimum þess og var þarna orðin hálfgerð stjóra systir dóttur hjónanna. Það fór svo að hjónin skildu á meðan hún bjó hjá þeim og það æxlaðist þannig að  hún fór að hugsa meira og meira um 6 ára dóttur þeirra og varð hálfgerð „mamma“ fyrir stúlkuna. Þessi reynsla kenndi henni hvernig ætti að hugsa um börn og segir hún að „kærleikurinn og ástin vex þar sem þú getur ekki annað en elskað börn eftir að þú hefur umgengist þau í vissan tíma.“ Matthildur segir að hún hafi ekki auðnast að eignast börn en í dag er hún fósturmóðir tveggja barna,10 og 14 ára og telur lærdóminn sem hún öðlaðist á Ítalíu eiga stóran part í því að hún ákvað að taka að sér tvö ung börn.

Þegar Matthildur er spurð af hverju hún ákvað að taka að sér sjálfboðaliða þá svaraði hún eftirfarandi: „Það má segja að ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði að taka að mér sjálfboðaliða þegar ég kom heim frá Ítalíu árið 1986, þegar þannig stæði á hjá mér. Ég var með auka herbergi í kjallaranum, ég hugsaði að börnin mín myndu læra ensku, eins myndu þau læra hvað þau hefðu það svaka gott hér á Íslandi. Það voru fjögur mjög stór augu sem horfðu á mig og sögðu „HA? Frá AFRÍKU?!!“ Ég hefði haldið að þau héldu að hún Josephine myndi birtast hér með spjót“. Matthildur hlær þegar hún rifjar þetta upp en hún segir að þessi reynsla hafi breytt heimsmynd barna hennar mjög mikið og sá heim þeirra stækka í hverjum mánuðinum, ekki bara hjá þeim en líka fyrir börnin í nágrenninu, en fyrstu vikuna eftir að Josephine kom var streymi af börnum á heimilinu en svo var þetta orðið voða venjulegt. Hún rifjar upp fyrstu vikurnar og brosir þegar hún segir „Josephine var mjög hissa yfir því að maðurinn minn eldaði fyrir hana mat og eins að svo margar tölvur væru til á heimilinu og full skúffa af ritvinnsludóti, hún hélt fyrst að ég ræki skrifstofu á heimilinu, þar sem magnið var meira en á skrifstofunni hennar í Kenía.

Fjölskyldan saman

Fjölskyldan saman

Þegar Matthildur var spurð út í þessa níu mánuði segir hún: „Ég hugsa að fólk hræðist oft að lenda hjá ólíku fólki sem þú telur þig ekki passa hjá eða að þú tekur að þér sjálfboðaliða og viðkomandi passi ekki inn í fjölskylduna. Í mínu tilviki var Josephine mjög vel upp alin og sýndi okkur alveg frá byrjun mjög mikla virðingu og tillitsemi, sumir hafa áhyggjur af matapeningunum sem fylgja með sjálfboðaliðanum en ef að þú ert að elda fyrir 4 manna fjölskyldu, þá er þetta í rauninni bara afgangar sem þú myndir venjulega henda sem færi ofan í fimmta einstaklinginn, nú meina ég þetta ekki á slæman máta. Ég gat alveg verið ég sjálf heima hjá mér, ég fékk miklu meiri félagsskap, ég kannski byrjaði að elda og Josephine fór að stússast í kringum mig, vorum bara að dúllast í eldhúsinu, ég þurfti  náttúrlega fyrstu 3-4 dagana að sinna henni, það er bara eðlilegt. Ég kynnti henni fyrir Hafnafirði og hvar hlutirnir væru, fór með hana út í búð. Ég gerði mig grein fyrir því að þetta væri svolítið mikið fyrir hana og því gerði ég ekki allt í einu, ég tók hana bara með mér í þetta venjulega líf sem við vorum að lifa. Ég var ekki hrædd við að láta Josephine taka þátt í heimilishaldinu og sá hún um ýmis húsverk rétt eins og við hjónin og börnin okkar“.

Þegar ég spyr hvað telur hún að Josephine hafi lært af því að vera á Íslandi svarar hún hlæjandi: “Ég held að hún myndi vilja senda alla karlmenn frá Kenía sem sjálfboðaliða til Íslands, hún  átti ekki til orð yfir því hvernig íslenskir karlmenn pössuðu börnin sín og keyrðu stoltir um með barnavegna, henni þótti það mjög sjarmerandi þar sem þetta tíðkaðist ekki í hennar menningu. Ég tel að stærsta upplifunin fyrir hana var að taka þátt í okkar daglega lífi. Það sem mest var, ég lærði hvað ég hafði það svakalega gott, maðurinn minn kanna að elda og tekur þátt í heimilisstörfunum, börnin mín lærðu það góða ensku að dóttir mín er að raða upp 10 í skólanum í ensku, sonur minn er í dag altalandi og þarf lítið að hafa fyrir heimanáminu í ensku nema að læra að skrifa hana, börnin mín geta einnig sungið á Svahílí!. Við erum öll miklu ríkari. Á jólunum fékk hún litla jólapakka, ég hef aldrei sé neinn nokkurn tíman jafn glaðan yfir að horfa á jólapakkana, það var yndislegt að fylgjast með henni og kenndi okkur um leið þá gleði sem fylgir  öllum þeim jólapökkum. Við höldum enn sambandi og tölum saman ca einu sinni í mánuði. Við erum búin að ákveða að fara til Kenía að hitta hana og ætlum að vera úti í mánuð.

Þú veist ekki hvað þú lærir þegar þú tekur að þér sjálfboðaliða og hversu gefandi þetta getur verið. Maður hugsar kannski að þegar maður er orðin 53 ára að þá sé maður búin að ná öllum þroskanum, en það er bara bull og vitleysa, ég var svakalega heppin og mæli hiklaust með þessu“.

 

Viltu vera fósturfjölskylda og fá til þín sjálfboðaliða í 6-12 mánuði? Hafðu samband við AUS í síma 517-7008 eða á netpósti aus@aus.is

 

*Greinin birtist fyrst í Fréttabréfi AUS 2014

 

 

 

 

inex-sda

AUS in cooperation with INEX-SDA

AUS is currently collaborating with Czech voluntary organization INEX – SDA in an international project Synergy Effect of Volunteering-building civil society by connecting NGOs, municipalities, communities, running  from 1. 4. 2015 till 31. 3. 2016.

Activities within the project:
•Volunteering Caravan (06-08/2015): in five locations we will organize regional networking meeting of municipalities, NGOs and public accompanied by photo-exhibition of voluntary activities. Concurrently there will thematic workshops related to the European Year of Development 2015 taking place.
•Training module and manual for volunteers: Organize a workcamp in your city (10/2015-02/2016): opportunity for 20 volunteers to gain unique knowledge, skills and support from a mentor to prepare and organize your own project.
•Collaboration and know-how exchange with Iceland organization AUS.
•National-level meeting about international volunteering (11/2015): platform for discussion and partnership building, space for ideas and best practise sharing.
•Capacity building of INEX-SDA in the areas of PR, staff management and strategic planning.

Places/dates/opportunities where and how to participate in project activities will be published in INEX news, in the DoK – Club of Volunteers calendar and on the page Caravan.

Project manager responsible for implementation: Dagmar Fousková, e-mail:dagmar.fouskova@inexsda.cz.

Project manager responsible for project on behalf of AUS: Þórdís H. Guðmundsdóttir, email: icye@aus.is

Supported by a grant from Iceland, Liechtenstein and Norway through the EEA Grants. www.eeagrants.cz

Milos, Aus

Humans of AUS Iceland – Holiday Special – Part 3, Milos from Serbia

Our Humans of AUS Iceland – Holiday Special, is on a roll 🙂 This time we interviewed one of our own here in the office. Read more