Posts

Filippseyjar

Filippseyjar er ríki í Asíu sem samanstendur af 7107 eyjum. Kristni er stærsta trúin, og móðurmálin eru filipínó og enska.  Veðrið er frekar stöðugt yfir árið, meðalhiti 26,6 gráður á celsíus. Kaldasti mánuðurinn er í janúar en sumarið er frá Mars til Maí. Júní til Október er rigningar- og hvirfilbylatímabil.

Um 92 milljónir manna búa á Filippseyjum, sem gerir landið 12 fjölmennasta ríki í heimi. Menningin í landinu er því fjölbreytt. Vinátta og fjölskylda er mjög mikilvæg ásamt að vera trúrækin og gestrisin. Maturinn er fjölbreyttur, til dæmis mikið um svínakjöt og hrísgrjón. Eyjarnar voru um tíma spænsk nýlenda og er því hluti af menningunni undir áhrifum frá spænskri menningu.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf á Filipseyjum með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

 • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
 • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Dæmi um verkefni á Filippseyjum:

 • Kennsluverkefni
 • Vinna á skrifstofu samtakanna
 • Vinna í samtökum heyrnalausra
 • Barnaverefni
 • Vinna í skóla, t.d við enskukennslu og aðstoða við ýmis störf

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.

Japan

Japan er ríki í Asíu og er samansafn af 4 eyjum sem liggja milli Kyrrahafs og Japanshafs. Eyjurnar heita Hokkaido, Honshu, Kyushu og  Shikoku. Eyjurnar liggja nálægt ströndum Kína og Kóreuskagans. Í Japan búa um 127 milljónir manna en landið er þrefalt stærra en Ísland, eða um 377,835 ferkílómetrar. Móðurmálið er Japanska, gjaldmiðillinn Yen og höfuðborgin er Tókýó.

Veðrið í Japan er fjölbreytt og breytist frá því hvar þú ert í landinu þar sem eyjaklasinn er langur og mjór. Japan hefur 4 árstíðir, byrjun sumars er í Júní og rignir þónokkuð fram til mitt sumar. Eftir sumarrigningarnar verður nokkuð heitt, á bilinu 25-25 gráður á celsíus og nær heitasti tíminn fram í September. Haustin er nokkuð mild og góð en það snjóar á veturnar  á sumum stöðum í Japan og veturnir eru nokkuð líkir Íslandi.  Vorið er svo frá mars til maí.

Landslagið í Japan er ef til vill ekki svo ólíkt Íslandi, nokkuð harðgert og fjalllent, mikið af eldfjöllum og nokkur þeirra eru virk. Mikið er um smærri jarðskjálfta. Landið er nokkuð öruggt í samhengi við glæpatíðni en óöruggt þegar rætt er um náttúruhamfarir; óvæntar flóðbylgjur og flóð, fellibylir, jarðskjálftar og skriðuföll.

Samkvæmt stjórnarskrá Japans ríkir trúfrelsi í landinu og margir Japanir telja sig ekki vera trúaða þó menning og daglegt líf sé undir áhrifum trúarinnar. Þjóðartrúin er Sjintó og eru um helmingur þjóðarinnar fylgjandi henna. Sjintó er fjölgyðistrú með um 8 milljón guði. Um 44% þjóðarinnar eru fylgjendur Búddisma.

Í Japan er þingbundin konungsstjórn, það er að segja að í landinu er keisarafjölskylda sem hefur þannig lagað engine völd en þar er lýðræðislega kjörið þing sem fer með ríkisstjórn.

Japönsk menning hefur þróast að einhverju leiti frá Kínverskri fornmenningu en þar sem landið var lengi lokað af þróaðist einstök menning í landinu. Japanir setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti og sátt og samlynd er þeim mjög mikilvæg. Því gera þeir ekki hluti sem valda öðrum óþægindum og virða mikið að vera partur af hópi, t.d. í skóla, fjölskyldu eða á vinnustað.Japanir kvarta ekki beint heldur vilja að aðrir taki eftir vandamálinu. Þeir virða líka mikið þá sem eru eldri, þó það muni aðeins einu ári  í aldri.

Matarmenning Japana er ólík öðrum. Við upphaf og enda máltíðar þakka þeir öllum sem hafa komið að máltíðinni, t.d. bóndanum, kokkinum, náttúrunni o.fl. með orðum. Það er ósíður að skilja eftir mat og að vera matvandur og borða bara sumt. Grænmetisætur er sjaldgæf sjón í Japan.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Japan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Í Japan eru nokkur verkefni í mismunandi flokkum á mismunandi stöðum í Japan. Flokkarnir eru:

 • Dýraverkefni
 • Vinna á bóndabæjum
 • Vinna með öldruðum
 • Vinna á frístundaheimili
 • Vinna í skóla

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

í landinu:

Heimasíða ICYE Japan

Taívan

Taívan er eyja í kyrrahafinu sem er undir stjórn Kínverska ríkisins. Taívan er 36,193 fe rkílómetrar að stærð og á eyjunni búa um 23 milljon manns sem gerir hana að einum þéttbýlasta stað í heimi . Opinbert tungumál Taívan er Mandarín sem er mest talaðasta tungumál jarðar.  Eyjan var aðallega búsett með frumbyggjum áður en Hollendingar og Spánverjar „fundu“ eyjuna á 17 öld. Eyjan var svo tekin yfir af Kínverjum árið 1662. Það var svo ekki fyrr en 1895 þegar yfirráðin voru færð yfir til Japana. Þegar Japanar gáfu upp leikinn árið 1945 fékk svo Kínverska ríkið yfirráð yfir eyjuni. Þetta gerir að verkum að menningin þeirra er skemmtilegt mix af kínverskrimenningu, sem er þó sniðið að frumbyggja menninguni, japanskri menningu og vestrænni menningu.
Þrátt fyrir mikið þéttbýli er hægt að finna töfrandi náttúru þar sem hvítur sandur, sandsteinn og grænir skógar eru í aðalhlutverkum. Landið skorar mjög hátt á heimslista varðandi tjáningarfrelsi, heilbrigðis- og skólakerfi, efnahagsfrelsi og þróun lífskjara og meðalmaðurinn hefur það nokkuð gott.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Taívan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

 • Dagvistun fyrir fötluð börn
 • Heimili fyrir aldraða
 • Enskukennsla
 • Dagheimili fyrir fólk með ýmsar fatlanir

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Taiwan er á Facebook: https://www.facebook.com/Taiwan.ICYE

Nepal

Nepal eitt af fátækustu löndum í heiminum. Þar búa um 27 milljónir manna og er staðsett í Suður Asíu. Sitt hvoru megin við landið liggja Indland og Kína en miðað við þau tvö er Nepal mjög lítið.  Þrátt fyrir það býður landið upp á mikla fjölbreytni í menningu, hefðum, tungumálum og landslagi en Nepal er gríðarlega fallegt land með ríka sögu.

Meirihluti Nepalbúa eru hindúar en annars eru dæmi um margs konar trúarbrögð í Nepal. Talað er um að íbúar landsins séu afar gestrisnir, vingjarnlegir og umburðarlyndir.

Tungumál landsins eru nokkuð mörg en um 45% þjóðarinnar tala Nepali sem er hið opinbera tungumál.

Höfuðborgin, Kathmandu, er þekkt fyrir að vera borg mustera og er vinsæll ferðamannastaður. En ótalmargt er hægt að gera í Nepal og er vinsælt land sérstaklega fyrir útivistar- og fjallaáhugamenn/konur sem speyta sig á Himalaya fjöllunum (Mount Everest er hæsti toppurinn) sem spannar hluta af Nepal. En þar er einnig klaustur, þjóðgarðar og margir aðrir fallegir staðir.

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Nepal eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

 • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í kennsluverkefnum en þá vinna sjálfboðaliðar sem kennarar fyrir yngri krakka (6-13 ára) í grunnskóla. Þar er partur af verkefnunum að skipuleggja virkni fyrir krakkana s.s. listræn verkefni, leiklist eða leiki.
 • Hægt er að vinna á munaðarleysingjahælum þar sem fókusinn er á fræðslu fyrir börnin t.d. í gegnum leiki og listræn verkefni svo nokkuð sé nefnt. Sjálfboðaliðar geta kennt grunn ensku en einnig aðstoða börnin í þeirra daglega lífi.
 • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í náttúruverndarverkefnum.

Gistiaðstaða:

Fer eftir verkefnum hvað er í boði en oft er það hjá fjölskyldu, í húsnæði verkefni síns eða á hosteli í grennd við verkefnið. Ekki er sjaldgæft að þurfa deila herbergi  með öðrum sjálfboðaliðum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Ambassadors:

Það má hafa samband við Hörð Inga Árnason ef upp vakna fleiri spurningar um sjálfboðalífið í Nepal. Email: horduria@gmail.com

“Þetta var það klikkaðasta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég hugsa á hverjum degi hvenær ég fer aftur og hitti þetta frábæra fólk sem er með allt öðruvísi lifnaðarhætti en við erum vön. Lögin í almennings rútunum sem æra mann og flautið í öllum bílunum á götunni er sárt saknað eins og öllu sem Nepal hefur upp á að bjóða.”

-Hörður Ingi Árnason, Nepal 2014
Mynd efst á síðu: Hörður að kveðja börnin í verkefni hans eftir 2 mánaða dvöl í Nepal.

Heimasíða samtakanna í landinu: http://www.icyenepal.org/

Suður-Kórea

Lýðveldið Suður-Kórea (Taehan Min’guk) er annað tveggja landa á Kóreuskaganum í Asíu. Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 99.274 km² og það nær yfir u.þ.b. 45% Kóreuskagans. Höfuðborg landsins er Seúl (Seoul).

(more…)