aus.is, sund í Mexíkó

TOPP 6 áfangastaðir 2016

KOSTA RÍKA

Pura Vida! – Þetta er lífið
Kosta Ríka er land á milli Karabíska- og Kyrrahafsins, skógi vaxið með fallegum ströndum, fossum og gígvötnum. Ticos, eins og Kosta Ríka-búar kalla sig eru einkar vinaleg og afslöppuð þjóð. Það væri heldur magnað að skella sér í ár til landsins, læra spænsku og vinna göfuga vinnu. Verkefni í Kosta Ríka eru flest til lengri tíma; 6-12 mánuðir.

Kosta Ríka, aus.is

NÝJA SJÁLAND

KIA ORA! Svona heilsa Ný-sjálendingar.
Nýja Sjáland er heillandi eyland í Eyjaálfu þar sem kvikmyndirnar um Hringadróttinsögu voru teknar upp. Landið samanstendur af 2 eyjum, en á báðum eyjum má meðal annars finna eldfjöll og jökla, en magnað og fjölbreytt landslag minnir suma ef til vill stundum á Ísland. Landið er líka paradís fyrir spennufíkla, teygjustökk, fallhlífastökk eða hvað sem þér dettur í hug. Verkefnin eru öll frekar fjölbreytt en í boði eru lengri tíma verkefni, 6 eða 12 mánuðir.

Nýja Sjáland, aus.is

NEPAL

Nepal er lítið land í Asíu, með landamæri að mestu til Indlands en einnig til Tíbet í Kína. Landið er að mestu fjallendi. Nepalir fylgja flestir annaðhvort Hindúatrú eða Búddatrú, en báðum trúarbrögðum fylgja áhugverðar hátíðir sem eru fyrirferðamiklar í landinu. Nepal er rosalega vinsæll áfangastaður hjá sjálfboðaliðunum okkar núna. Kvikmyndin Everest eftir Balta er nýkomin út og jarðskjálftinn í Nepal í vor kallaði eftir þörf sjálfboðaliða. 8 af 10 stærstu fjöllum í heimi er í Nepal svo landslagið er magnað. Okkar vinsælasta verkefni er munaðarleysingjahælið Horac en mörg önnur verkefni eru í boði bæði í lengri tíma og styttri.

Nepal, aus.is

TANSANÍA

Tansanía er ótrúlega heillandi land í Austur Afríku. Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku og eitt af tindunum 7 (the seven summits) er að finna í Tansaníu. Fyrir utan strendur Tansaníu má svo finna eyjuna Zanzibar, með hvítar strendur og tæran sjó. Í norðurvesturhluta landsins liggur stærsti hluti Viktoríuvatns, stærsta vatns Afríku. Landslag Tansaníu er því gríðarlega fjölbreytt og spennandi og margt að skoða. Um að gera að skella sér í sjálfboðaliðastarfi og skoða landið í leiðinni.

Tansanía, aus.is

MEXÍKÓ

Saga landsins er heillandi en fyrr á tímum bjuggu fjölbreyttir þjóðernishópar í landinu, þeir þekktustu í dag er líklega Maya-fólkið og Aztec-fólkið. Stærsta hátíð landsins er hin árlegi Dagur hinna dauðu, eða Día de los muertes. Mexíkó er stórt land sem liggur að Bandaríkjunum, Kyrra- og Karabískahafinu, Guatemala og Belís. Burrito, Tequila og Casa Fiesta í bland við ævifornar rústir og strendur hljómar eins og ótrúleg blanda. Sjálfboðaliðastörf í boði eru fjölbreytt, allt frá að vinna með börnum í hverskyns verkefnum, í að vinna með heimilislausum hundum sem og vinna við listir og menningu.

Mexíkó, aus.is

KENÍA

Fjölbreytt landslag einkennir Kenía, eyðimerkur í norðaustri, fjallendi með djúpum dölum teygir sig yfir miðju og vesturhluta landsins en í suðurhlutanum má finna graslendi sem nær að ströndum við Indlandshaf. Fjölbreytt og mikið dýralíf er að finna í landinu en dýrin fá stórt landssvæði útaf fyrir sig. Kiswahili er móðurmál landsins en enska er kennd og notuð við kennslu í skólum. Verkefni eru í boði bæði í lengri og styttri tíma og eru verkefnin fjölbreytt en mörg eru við kennslu eða vinna með börnum á annan hátt.

Kenía, aus.is

Bosnia og Hercegovinia, aus.is

Besta kaffið er í Bosníu…

Það er einkennilegt að líta til baka seinasta hálfa árið og stundum er eins og þetta hafi allt verið draumur.
Read more