Posts

Aðalfundur AUS 27. janúar 2021

Aðalfundur AUS verður haldinn rafrænt 27. janúar kl 18.00. 

 

Við hvetjum alla félagsmenn til að koma á aðalfund. 

 

Við erum að leita að tveimur einstaklingum til að koma í stjórn með okkur. Við erum að leita að meðstjórnanda sem gæti haft áhuga á því að sinna t.d. markaðsmálum, styrkingu mentorakerfis eða að því að skapa og mynda tengsl við ný verkefni innanlands í samstarfi við skrifstofu og aðra stjórnarmeðlimi. 

 

Dagskrá fundar:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 2. Kosning kjörnefndar.

 3. Skýrsla stjórnar kynnt og rædd.

 4. Reikningar síðasta árs lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.

 5. Starfsáætlun og rekstraráætlun lagðar fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.

 6. Mögulegar lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.

 7. Hugsanlegar ályktanir/ tillögur kynntar og ræddar.

 8. Aðalfundur leysir stjórn undan ábyrgð.

 9. Kosning stjórnar.

 10. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna.

 11. Önnur mál.

 

Vegna samkomutakmarkana vegna COVID-19 verður fundurinn haldinn á netinu. Viðburður fyrir fundinn er á facebook þar sem hlekkur fyrir fundinn og aðrar upplýsingar eru. Nánari upplýsingar og umræður fyrir fund má finna þar, en einnig má hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst. 

 

Fyrir hönd stjórnar

 

Ragnhildur Einarsdóttir

Formaður

AUS hjón

Ástin kviknaði fyrir tilstuðlan AUS

Ástir samlyndra hjóna kviknuðu svo sannarlega fyrir tilstillan Alþjóðlegra ungmennaskipta seint á áttunda áratug síðustu aldar. Þau Björn og Áslaug hittust einmitt fyrir tilstuðlan AUS og hafa fetað ævibrautina saman alla tíð síðan. Þau hafa upplifað virkilega mörg #ausmoments.

Björn Sigurðsson, sem nú er vefstjóri og vinnur í Forsætisráðuneytinu fór til Svíþjóðar á vegum AUS á árunum 1986 til 1987. Hann hitti síðan Áslaugu Ásmundsdóttur, sem er Þroskaþjálfi og vinnur í Tækniskólanum, þegar velja átti skiptinema ári síðar, en Áslaug fór til Costa Riga á árunum 1988 til 89.

Þau Áslaug og Björn eiga tvo syni, annar þeirra er fæddur 1992 og hinn 1999 og svo eiga þau eitt barnabarn.

Árin sem þau fóru á vegum AUS mótuðu líf þeirra beggja og gáfu af sér vinskap sem endist ævina út. Horfið á sögu Áslaugar og Björns.