Posts

Japan

Japan er ríki í Asíu og er samansafn af 4 eyjum sem liggja milli Kyrrahafs og Japanshafs. Eyjurnar heita Hokkaido, Honshu, Kyushu og  Shikoku. Eyjurnar liggja nálægt ströndum Kína og Kóreuskagans. Í Japan búa um 127 milljónir manna en landið er þrefalt stærra en Ísland, eða um 377,835 ferkílómetrar. Móðurmálið er Japanska, gjaldmiðillinn Yen og höfuðborgin er Tókýó.

Veðrið í Japan er fjölbreytt og breytist frá því hvar þú ert í landinu þar sem eyjaklasinn er langur og mjór. Japan hefur 4 árstíðir, byrjun sumars er í Júní og rignir þónokkuð fram til mitt sumar. Eftir sumarrigningarnar verður nokkuð heitt, á bilinu 25-25 gráður á celsíus og nær heitasti tíminn fram í September. Haustin er nokkuð mild og góð en það snjóar á veturnar  á sumum stöðum í Japan og veturnir eru nokkuð líkir Íslandi.  Vorið er svo frá mars til maí.

Landslagið í Japan er ef til vill ekki svo ólíkt Íslandi, nokkuð harðgert og fjalllent, mikið af eldfjöllum og nokkur þeirra eru virk. Mikið er um smærri jarðskjálfta. Landið er nokkuð öruggt í samhengi við glæpatíðni en óöruggt þegar rætt er um náttúruhamfarir; óvæntar flóðbylgjur og flóð, fellibylir, jarðskjálftar og skriðuföll.

Samkvæmt stjórnarskrá Japans ríkir trúfrelsi í landinu og margir Japanir telja sig ekki vera trúaða þó menning og daglegt líf sé undir áhrifum trúarinnar. Þjóðartrúin er Sjintó og eru um helmingur þjóðarinnar fylgjandi henna. Sjintó er fjölgyðistrú með um 8 milljón guði. Um 44% þjóðarinnar eru fylgjendur Búddisma.

Í Japan er þingbundin konungsstjórn, það er að segja að í landinu er keisarafjölskylda sem hefur þannig lagað engine völd en þar er lýðræðislega kjörið þing sem fer með ríkisstjórn.

Japönsk menning hefur þróast að einhverju leiti frá Kínverskri fornmenningu en þar sem landið var lengi lokað af þróaðist einstök menning í landinu. Japanir setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti og sátt og samlynd er þeim mjög mikilvæg. Því gera þeir ekki hluti sem valda öðrum óþægindum og virða mikið að vera partur af hópi, t.d. í skóla, fjölskyldu eða á vinnustað.Japanir kvarta ekki beint heldur vilja að aðrir taki eftir vandamálinu. Þeir virða líka mikið þá sem eru eldri, þó það muni aðeins einu ári  í aldri.

Matarmenning Japana er ólík öðrum. Við upphaf og enda máltíðar þakka þeir öllum sem hafa komið að máltíðinni, t.d. bóndanum, kokkinum, náttúrunni o.fl. með orðum. Það er ósíður að skilja eftir mat og að vera matvandur og borða bara sumt. Grænmetisætur er sjaldgæf sjón í Japan.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Japan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Í Japan eru nokkur verkefni í mismunandi flokkum á mismunandi stöðum í Japan. Flokkarnir eru:

 • Dýraverkefni
 • Vinna á bóndabæjum
 • Vinna með öldruðum
 • Vinna á frístundaheimili
 • Vinna í skóla

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

í landinu:

Heimasíða ICYE Japan

Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

 • Vinna á leikskóla
 • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
 • Vinna með heimilislausum
 • Við náttúruvernd
 • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
 • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
 • Æfingabúðir fyrir fatlaða
 • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
 • Í endurhæfingu fyrir götustráka
 • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
 • Skjaldbökuverkefni
 • Kennsluverkefni
 • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
 • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
 • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
 • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
 • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
 • Umhverfisverkefni
 • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
 • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
 • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
 • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
 • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras 

Úganda

Úganda er tiltölulega lítið land miðað við önnur lönd í Afríku. Landið er staðsett í austurhluta Afríku og á landamæri við Tanzaníu, Súdan, Congó, Kenya og Rwanda. Í landinu búa um 35 milljónir manns og ríkjandi tungumál er enska, höfuðborg landsins heitir Kampala. Mikið er um náttúrufegurð í Úganda, sem dæmi má nefna Viktoríuvatn og áin Níl sem liggur í gegnum landið en bæði áin og vatnið gefa af sér frjósamt land við bakka þeirra.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Úganda með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

 • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
 • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Í Úganda er mikið af verkefnum í boði, meðal annars:

 • Á heimili fyrir aldraða
 • Vinna í grunnskólum og leikskólum
 • Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
 • Stuðningsverkefni
 • Á heilsugæslum
 • Á munaðarleysingjaheimili
 • Í skóla fyrir blind og heyrnalaus börn
 • Í umhverfisverkefni
 • Á heimili fyrir aldraða með fatlanir
 • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fjölskyldur fólks með HIV/AIDS eða fórnarlömb stríðs
 • Í samtökum fyrir munaðarlaus börn með HIV eða fórnarlömb stríðs
 • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fátæk börn
 • Í samtökum fyrir fólk, sérstaklega konur, sem eru smitaðar af HIV
 • Dýraverkefni í kennslumiðstöð um villt dýr við Viktoríuvatn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

Úganda Volunteers for Peace/ U.V.P

Indland

Indland er stórt land í Asíu. Landið skiptist í mörg héruð og er menning landsins jafn mismunandi og héruðin eru mörg. Hvert og eitt hérað heldur upp á sína menningu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og má segja að menningararfur Indverja sé með þeim eldri í heiminum.

Höfuðborg landsins er Nýja-Delí og eru opinber tungumál enska og hindí. Indland er annað fjölmennasta land í heiminum á eftir Kína, en íbúar landsins eru yfir 1 milljarður. Þrátt fyrir þennan íbúafjölda er Indland sjöunda stærsta land í heiminum. Stærstur hluti íbúa er Hindúatrúar. Í jafn fjölmennu landi og Indlandi eru ótal tungumál töluð. Hver og eitt hérað á sitt eigið tungumál.

Indland er þekkt fyrir góðan mat, og nota Indverjar allskyns krydd og annað til að bragðbæta matinn. Menningin og fatnaðurinn er ákaflega fallegur og gerir landið að áhugaverðum stað til að heimsækja.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Indlandi eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

 

Verkefni:

Verkefnin eru flest öll í héraðinu Karnataka og í höfuðborg héraðsins; Bangalore.

 • Vinna á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn eða börn í fátækt.
 • Enskukennsla
 • Kennsla í skólum fyrir börn með færri tækifæri
 • Vinna í skóla fyrir börn með fjölfatlanir
 • Allskyns verkefni í frjálsum félagasamtökum, mörg verkefnanna ná til barna og kvenna í erfiðum aðstæðum og mannréttindamála. Sum verkefnanna henta félagsráðgjöfum vel
 • Vinna í athvarfi og skóla fyrir götubörn
 • Vinna á heimili fyrir aldraða
 • Hjá félagasamtökum sem berjast fyrir réttindum barna
 • Á heimili fyrir konur með fatlanir
 • Vinna í félagasamtökum fyrir börn með CP fötlun.
 • Vinna í góðgerðasamtökum fyrir andlega veikt fólk, heimilislaust fólk, fíkla og aðra sem eiga sárt um að binda.
 • Vinna með heimilislausum
 • Vinna í tónlistarskóla
 • Vinna í dýraathvarfi
 • Ýmiskonar kennsla í skólum, tölvukennsla, leiklist, eða hvar sem styrkleikar sjálfboðaliðans liggja
 • Vinna í heilsuverkefni fyrir fólk með HIV/AIDS
 • Verkefni í félagasamtökum sem stuðla að heilsu og uppbyggingu kvenna sem verða útundan í samfélaginu – fjölbreytt vinna sem leitar eftir hjúkrunarfræðingum eða nemum
 • Vinna í félagasamtökum sem stuðla að aðstoð og endurhæfingu fyrir fólk með holdsveiki,HIV/AIDS og fatlanir.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICDE India: www.icdeindia.org/

Víetnam

Víetnam er gullfallegt land í Suður-Austur Asíu og liggur að Tælandi, Kambódíu og Kínahafi. Saga landsins er stórmerkileg, náttúran mögnuð og menningin heillandi. Margir tengja landið við Víetnam stríði, en þar í landi er stríðið kalla Ameríku stríðið. Margar Hollywood myndir hafa verið gerðar um stríðið, svo sem Full Metal Jacket, Good Morning Vietnam, Platoon og Apocalypse now.

Seinustu ár hefur Víetnam orðið vinsæll ferðamannastaður enda er landið gríðarlega fallegt. Verkefnin eru af allskonar tagi, mikið af verkefnum við enskukennslu eða frönskukennslu, vinna með fötluðum börnum, verkefni fyrir sjúkraþjálfaranema og læknanema, umhverfisverkefni og fleira.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Víetnam með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin

 • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst
 • Styttri tíma (Steps) verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum.

 

Verkefni:

 • Vinna á lífræn býli þar sem framleidd eru lífrænt grænmeti og jurtir
 • Kennsla í grunn-, framhalds- og háskólum.
 • Umönnun heimilislausra katta og hunda í athvarfi í Saigon
 • Umönnun ýmissa dýra í neyðarathvarfi í Saigon
 • Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
 • Endurhæfingar- og heilsuverkefni fyrir fötluð börn, tilvalið fyrir sjúkraþjálfara
 • Aðstoð við þróun frjálsra félagasamtaka
 • Munaðarleysingjahæli fyrir fötluð börn
 • Fyrir Læknanema: Starfsnám á sjúkrahúsum
 • Umhverfisverkefni á vegum UNESCO

Heimasíða samtakanna í landinu:

Heimasíðan Volunteers for Peace Vietnam (VPV) samtakanna í Víetnam:  VPV

Saga sjálfboðaliða:

Úlla – Sjöfn – Guðný og Svana blogguðu um ævintýrið sitt í  Víetnam 2009: http://vietnamar.bloggar.is/
Stefán fór til Víetnam 2009-2010 og segir frá reynslunni sinni í myndbandinu hér að neðan og á blogginu sínu HÉR